Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1606  —  511. mál.
Flutningsmaður.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (BHar, LínS, BGuðm, HHH, JSkúl, DagH).


     1.      1. mgr. orðist svo:
                      Alþingi ályktar að samþykkja eftirfarandi aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026.
     2.      Við aðgerðaáætlunina bætist ný aðgerð sem verði 1. aðgerð, svohljóðandi:
             1. Þekkingaröflun og ráðgjöf.
                      Áhersla verði lögð á öflun þekkingar á máltöku ólíkra aldurshópa og um kennslufræði íslensku sem annars máls og kennslu nemenda sem búa við fjölbreytt tungumálaumhverfi í daglegu lífi. Niðurstöðum rannsókna verði miðlað til kennara á starfsþróunarnámskeiðum og með ráðgjöf til kennara á öllum skólastigum.
                      Tímaáætlun: 2024–2026.
                      Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
                      Dæmi um samstarfsaðila: Mennta- og barnamálaráðuneyti, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
     3.      Í stað ártalanna „2023–2026“ í 2., 7. og 10. aðgerð komi: 2024–2026.
     4.      Í stað orðsins „Menntamálastofnun“ í 3., 10., 11., 12. og 13. aðgerð komi: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
     5.      Við 5. aðgerð.
                  a.      Við 1. málsl. bætist: á háskólastigi.
                  b.      3. málsl. orðist svo: Nemendum standi til boða staðlotur í öllum landshlutum.
                  c.      Í stað ártalsins „2025“ í tímaáætlun komi: 2026.
                  d.      Við samstarfsaðila bætist: fræðsluaðilar.
     6.      1. mgr. 8. aðgerðar orðist svo:
                      Allir sem sinna hvers kyns miðlun séu meðvitaðir um þátt sinn í að efla íslenska tungu. Mikilvægi íslenskunnar verði ávallt haldið á lofti í samhengi listsköpunar og miðlunar menningar, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Leitast verði við að skapa skilyrði fyrir fólk á öllum aldri og hvar sem það stendur í máltileinkun til að skapa og miðla list sinni á fjölbreyttri íslensku og njóta lista og menningar.
     7.      2. málsl. 9. aðgerðar falli brott.
     8.      Í stað orðsins „grunnfæri“ í 1. málsl. 17. aðgerðar komi: grunnfærni.
     9.      Við aðgerðaáætlunina bætist tvær nýjar aðgerðir, svohljóðandi:
                  a.      21. Fræðsla um máltöku og málþroska barna.
                      Átak verði gert í fræðslu til foreldra og fagfólks í skólastarfi um mikilvægi þess tungumáls sem börn læra fyrst fyrir málþroska og máltöku barna og ungmenna.
                           Tímaáætlun: 2025–2026.
                        Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneyti.
                      Dæmi um samstarfsaðila: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, heilsugæslan, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóli – landssamtök foreldra og Samband íslenskra sveitarfélaga.
                  b.      22. Fræðsla og ráðgjöf handa innflytjendum þegar börn þeirra hefja skólagöngu í íslenskum skólum.
                      Útfærðar verði leiðir til að tryggja foreldrum úr hópi innflytjenda fræðslu og ráðgjöf þegar börn þeirra hefja nám í íslenskum skólum. Markmiðið er að finna leiðir til að miðla upplýsingum um skólastarfið og tryggja foreldrum kennslu í íslenskum orðaforða sem tengist skólagöngu barnanna.
                      Tímaáætlun: 2024–2026.
                      Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneyti.
                      Dæmi um samstarfsaðila: Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu, Móðurmál – samtök um tvítyngi, fræðsluaðilar, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.
     10.      Fyrirsögn tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024–2026.